Björgvin Ingi fékk brons á EM fatlaðra ungmenna
Björgvin Ingi Ólafsson, HK, fékk brons í einliðaleik í sínum flokki á EM fatlaðra ungmenna, sem fram fór í Helsinki 1.-3. júlí.
Björgvin lék í flokki 7 og voru þrír þriggja manna riðlar í flokknum. Hann varð í 2. sæti í riðlinum og komst í útsláttarkeppni, Þar sigraði hann leikmann frá Svíþjóð 3-0 en tapaði svo 0-3 í undanúrslitum fyrir sigurvegaranum í flokknum, sem kom frá Póllandi.
Björgvin fékk annað brons í liðakeppni í flokki Max 14, þar sem hann lék með Finnanum Aaro Mäkelä. Sjö lið tóku þátt. Þeir Björgvin og Aaro höfnuðu í 2. sæti í fjögurra liða riðli og komust upp úr riðlinum. Þeir töpuðu svo 0-2 í undanúrslitum fyrir pólsku liði sem sigraði í flokknum.
Forsíðumynd af vef ETTU.