Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Töp hjá íslensku unglingunum á EM

Íslensku unglingaliðin á EM unglinga hófu keppni í riðlunum miðvikudaginn 6. júlí. Þau töpuðu leikjum sínum 0-3 án þess að vinna lotu, enda við sterk lið að eiga.

Stúlknaliðið lék við Finnland og England í I-riðli, en piltaliðið við Litháen og Montenegro í J-riðli.

Síðustu leikirnir í þessum riðlum verða leiknir 7. júlí en þá leika stúlkurnar við Bosníu Herzegovínu kl. 11.30 og piltarnir sömuleiðis við Bosníu Herzegovínu kl. 14 að staðartíma.

Eftir leiki morgundagsins verða búnir til nýir riðlar, þar sem liðin mæta liðum sem eru nær þeim að styrkleika.

Fylgjast má með leikjunum og úrslitum hjá liðunum á heimasíðu mótsins, sjá https://www.ettu.org/en/events/european-youth-championships/draws–amp–results/.

Einnig er sýnt beint frá leikjum á mótinu á ETTU TV.

Forsíðumynd af Kristínu úr myndasafni.

Aðrar fréttir