Niðurstöður út netkönnun um vef BTÍ
Í júní sl var í gangi netkönnun um vef BTÍ. Tilefnið er að stefnt er að því að koma nýjum vef fyrir sambandið í loftið á 50 ára afmælinu í nóvember 2022. Alls tóku 34 þátt í könnuninni sem verður að teljast ágætt og ágætt hlutfall af virkum borðtennisiðkendum hér á landi.
Helstu niðurstöður úr netkönnuninni eru eftirfarandi:
- 34 svör bárust
- 2/3 svarenda yngri en 40 ára
- 2/3 svarenda karlmenn
- 8 svör frá KR, 7 frá HK, 5 frá BH, 4 frá Víkingi og 2 frá BR
- Um 70% fara inn á vefinn vikulega eða oftar
- Vinsælasta efni eru fréttir (88%), styrkleikalisti (82%), viðburðir og mót (65%)
- Liðlega þriðjungur þátttakenda eru ánægð/ir með vefinn, 20% óánægð/ir en flestir (44%) eru hvorki ánægð/ir né óánægð/ir
- Kallað er eftir upplýsingum um borðtennisfélög, viðtölum við borðtennisfólk, kennsluefni og erlendum fréttum og borðtennisvörum
Það er mjög ánægjulegt að sjá hvað borðtennisfólk er duglegt að nota vefinn reglulega og hve fréttamiðlun af vefnum er í miklum metum enda henni vel sinnt. Við getum svo sannarlega byggt ofan á þessar niðurstöður í undirbúningi fyrir nýjan vef BTÍ. Við munum ekki síst líta til erlendra vefja sem fyrirmynd en margar ábendingar bárust um vefi sem borðtennisfólk skoðar reglulega. Margir líta sérstaklega til nýs vefjar enska borðtennissambandsins – tabletennisengland.co.uk en mynd með frétt er skjáskot af þeim vef.