Styrkleikalisti 1. október hefur verið keyrður upp aftur
Styrkleikalisti fyrir 1. október hefur verið keyrður upp aftur, þar sem í ljós kom að nokkrir leikir í tvenndarkeppni á Belgíumóti BTÍ í ágúst höfðu verið taldir með á listanum. Þetta voru alls sex leikir þar sem pör mættust, þar sem báðir karlarnir voru með kennitölu (þ.e. eru á styrkleikalista BTÍ) en konurnar voru belgískar.
Skv. reglum um styrkleikalista teljast leikir í tvíliðaleik og tvenndarleik ekki á listanum og var þessum leikjum eytt út af listanum áður en hann var keyrður upp aftur.