Styrkleikalisti fyrir 1. nóvember hefur verið birtur
Styrkleikalisti fyrir 1. nóvember 2022 (kallaður eftir viku 45) hefur verið birtur á vefnum, með fyrirvara um réttar skráningar. Við þessa uppfærslu hafa aldursflokkamót BH 8. október, aldursflokkamót Dímonar 22. október, Stóra Víkingsmótið 23. október og leikir í deildakeppninni frá 1. til 30. október verið lesin inn í styrkleikalistann.
Við þessa uppfærslu gerðist það m.a. markvert að Nevena Tasic, Víkingi, missti efsta sætið á kvennalistanum, m.a. eftir tap gegn Sól Kristínardóttur Mixa, BH. Sól varð þar með fyrsta íslenska konan til að vinna Nevenu, eftir að hún flutti til Íslands. Sól stökk upp í 3. sæti listans en Guðrún G Björnsdóttir, KR, situr á toppnum en hún hefur ekki keppt í einliðaleik um nokkurt skeið.
Þá vann Michael May-Majewski, BR, sig upp í 1. flokk í 1. skipti.
Nokkrir nýir leikmenn voru metnir inn á listann vegna árangurs í leikjum í október, þ.e. þau Anna Marczak, HK, Guðmundur R. Matthíasson, KR, Rishabh Mishra, KR og Stefán Örn Gíslason, KR.
Dan Delahaye, KR, og Mariest Rosinski, Víkingi, fóru ekki inn á listann þar sem ekki hefur verið skráð íslensk kennitala á þá.
Til að skoða styrkleikalistann er valinn flipinn Styrkleikalisti efst á þessari síðu, og er þá hægt að skoða listann og fletta upp einstökum leikmönnum og þeim leikjum sem telja á listanum. Talan fjöldi móta, fyrir aftan hvern leikmann, telur ekki með leiki í deildarkeppninni.
Ef eitthvað er vitlaust skráð, vinsamlegast hafið samband við Ástu ([email protected]).