Norbert sigraði á Upp-og-niður móti BH
Norbert Bedo, KR, sigraði á Upp-og-niður móti BH, sem haldið var í Íþróttahúsinu við Strandgötu 10. desember. Leiknar voru þrjár umferðir í þriggja til fjögurra manna riðlum og færðust leikmenn upp og niður á milli riðla eftir árangri. Alls tók 31 leikmaður þátt í mótinu.
Ellert Kristján Georgsson, KR varð í 2. sæti í A-riðli, en hann tapaði 8-11 í oddalotu fyrir Norbert í síðustu umferðinni.
Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, BH, varð í 3. sæti.
Sól Kristínardóttir Mixa, BH, varð efst kvenna, en hún varð efst í C-riðli í 3. umferð, þ.e. í 7. sæti.
Hergill Frosti Friðriksson, BH, var eini leikmaðurinn sem fór í gegnum mótið án þess að tapa leik.
Úrslit úr leikjum á mótinu má sjá á vef Tournament Software en þar er mótið kallað Adventuhátíð BH, https://www.tournamentsoftware.com/tournament/C516908D-8345-4788-B7E8-00CC08A35119