KR-B og KR-C unnu í 1. umferð í 2. deild karla
Keppni í 2. deild karla hófst í kvöld með innbyrðis leikjum KR-liðanna.
KR-B (Hlöðver Steini Hlöðversson, Ingimar Ari Jensson og Pétur Marteinn Tómasson) þurftu að hafa fyrir sigrinum á móti KR-D, sem er skipað unglingum á aldrinum 11-14 ára (Breki Þórðarson, Guðjón Páll Tómasson og Kári Ármannsson). Leiknum lauk með 4-1 sigri B-liðsins. Leikurinn var svo jafn að af 20 lotum lauk 10 með tveggja stiga sigri.
KR-C (Ingimar Ingimarsson, Jóhannes Bjarki Tómasson og Tómas Ingi Shelton) unnu öruggan 4-0 sigur á öðlingunum í KR-E (Ari Bjarnason, Bjarni Gunnarsson, Gunnar Hall).
Í liðunum í kvöld léku þrír bræður, hver í sínu liði: Pétur Marteinn í B-liði, Jóhannes Bjarki í C-liði og Guðjón Páll í D-liði. Allir eru þeir Tómassynir.
Á varamannabekkjunum sátu bræðurnir Pétur Gunnarsson í B-liðinu og Skúli Gunnarsson í C-liðinu, en þeir eru báðir meiddir.
ÁMU (uppfært)