Reglur um bráðabana í úrslitakeppni í deildakeppninni
Stjórn BTÍ hefur samþykkt reglur, fari svo að leik í úrslitakeppninni í deildakeppninni ljúki með jafntefli.
Komi til jafnteflis í úrslitakeppni verður leikinn bráðabani.
Leikmenn mætast í sömu röð og áður en leika nú eina lotu þar til að annað liðið hefur unnið fimm viðureignir í bráðabananum. Leiknum lýkur með sigri liðsins sem fyrr vinnur fimm viðureignir í bráðabana.
Því verða að hámarki leiknar 9 lotur, þar sem ekki verður leikin lota í tvíliðaleik.
Dæmi: