Víkingur-E sigraði KR-E í 2. deild karla í kvöld
Síðasti leikurinn í fyrri umferð í B-riðli 2. deildar karla var leikinn í TBR-húsinu í kvöld. Þar kepptu Víkingur-E og KR-E og sigruðu Víkingar 4-0.
Staðan í B-riðli eftir fyrri umferðina er þannig að KR-C hefur unnið alla sína leiki og hefur 6 stig. Víkingur-E er í 2. sæti með 4 stig, HK-A hefur 2 stig og KR-E hefur ekkert stig.
ÁMU