Styrkleikalisti fyrir 1. desember 2012 hefur verið birtur
Styrkleikalisti fyrir 1. desember 2012 hefur verið birtur á heimasíðu Borðtennissambands Íslands, með fyrirvara um réttar skráningar.
Frá því að síðasti listi var birtur hafa Grand Prix mót Víkings, héraðsmót HSK, Kjartansmót KR í liðakeppni, punktamót KR, Stigamót Víkings og unglingamót Víkings verið lesin inn í styrkleikalistann. Einnig leikir í 1. deild karla og kvenna, og í 2. deild karla. Alls voru þetta 632 leikir, sem allir fóru fram í nóvember.
Við þessa uppfærslu gerðist það m.a. að Breki Þórðarson úr KR og Jóhann Emil Bjarnason úr Víkingi færðust upp í 1. flokk karla. Þá fluttist Stefán Birkisson upp í meistaraflokk eftir sigurinn á Magnúsi K. Magnússyni í 1. deild karla, sem gaf honum 81 stig.