Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

BTÍ veitir styrk til að kynna borðtennis fyrir (h)eldri borgurum

Hannes Guðrúnarson, borðtennisþjálfari og alþjóðadómari hefur hlotið verkefnastyrk frá Borðtennissambandi Íslands, til að kynna borðtennis fyrir eldri borgurum. Hannes mun kynna borðtennisíþróttina í samstarfi við félagsstarf og þjónustumiðstöðvar eldri borgara, bjartlif.is, sem er samstarfsverkefni ÍSÍ og Landssambands eldri borgara, ásamt fleiri aðilum sem þjóna þessum ört vaxandi hópi.

Fyrsta kynning á borðtennis fyrir (h)eldri borgara hófst með vígslu á glænýju borðtennisborði frá pingpong.is í Hlíðabæ þriðjudaginn 30. maí 2023. Hlíðabær er sérhæfð dagþjálfun fyrir þau sem hafa greinst með heilabilunarsjúkdóma.

Þau sem vilja hafa samband við Hannes eða Borðtennissamband Íslands vegna þessa verkefnis er bent á að senda tölvupóst á [email protected], [email protected] eða að heyra í Hannesi í síma 8476964.

Sérstakur styrktaraðili þessa verkefnis er pingpong.is sem er Hannesi innan handar með fatnað og borðtennisborð í 75% stærð, sem er handhægt að ferðast með milli staða, auk annars búnaðar sem fylgir þessu kynningarstarfi.

Borðtennisborð Buffalo 75% (á lager)

Aðrar fréttir