Gestur Gunnarsson valinn til að fara til Ólympíu
Gestur Gunnarsson, borðtennismaður úr KR, var ásamt Erlu Marý Sigurpálsdóttur valinn úr hópi umsækjenda til að sækja námskeið Alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 10.-22. júní. Námskeiðið er haldið árlega og stendur tveimur einstaklingum á aldrinum 20-30 ára til boða að taka þátt og er ferðin þeim að kostnaðarlausu.
Þátttakendur tóku þátt í alþjóðlegu námskeiðahaldi í tæpar tvær vikur og bjuggu á heimavist Alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu.
Sjá nánar á vef ÍSÍ: https://isi.is/frettir/frett/2023/06/08/A-leid-til-Olympiu/
Mynd á forsíðu frá Gesti en þar er hann að kynna niðurstöður hópverkefnis.