Borðtennis kynntur á unglingalandsmóti UMFÍ 5. ágúst
Borðtennissamband Íslands stóð fyrir borðtenniskynningu á unglingalandsmóti UMFÍ annað árið í röð, á laugardegi verslunarmannahelgarinnar. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, formaður BTÍ, og Haukur Óskar Þorgeirsson, KR kenndu fólki réttu handtökin og svöruðu spurningum.
139 gestir mættu og spiluðu á nýjum borðum sem sveitarfélagið hafði keypt og verða sett upp í félagsmiðstöðvum þess á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð.
Á kynninguna mætti reynd frönsk borðtenniskona sem hafði áður sett sig í samband við BTÍ vegna áhuga á að hefja borðtennisstarf á Sauðárkróki og mun sambandið reyna að aðstoða við að koma því af stað sem fyrst.
Frétt og forsíðumynd frá Auði.