Þrír leikmenn úr unglingalandsliðshópnum leika í Riga
Þeir Benedikt Jiyao Davíðsson, Víkingi, Kristján Ágúst Ármann, BH og Lúkas André Ólason, KR, leika á Riga City Council Cup í Riga í Lettlandi 25.-27. október.
Borðtennissambandið fékk boð um að senda keppendur á mótið og fer Mattia Contu, unglingalandsliðsþjálfari á mótið með leikmönnunum. Einnig fer hver þeirra með foreldri með sér.
Íslenskir unglingar hafa nokkrum sinnum áður leikið á þessu móti.
Forsíðumynd af Lúkasi frá aldursflokkamóti BH í október, tekin af fésbókarsíðu BTÍ.