Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

image description

KR-C og Víkingur-F/Örninn unnu sína leiki í 2. deild karla í kvöld

Tveir leikir fóru fram í 2. deild karla í TBR-húsinu í kvöld. 

Í síðasta leiknum í A-riðli sigruðu heimamenn í Víkingi-F/Erninum KR-D 4-3. Bæði liðin ljúka keppni með 4 stig en KR-D fer áfram í undanúrslit, þar sem hlutfall unninna og tapaðra leikja er hagstæðara (14-16) en hjá Víkingi-F/Erninum (9-18).

Í B-riðli mættust tvö efstu liðin. KR-C sigraði heimamenn í Víkingi-E 4-1 og sigraði þar með í riðlinum. Víkingur-E hafnar í 2. sæti og fer líka í undanúrslit. Liðið á einn leik óleikinn við KR-E en hann hefur ekki áhrif á stöðuna í riðlinum.

Í undanúrslitum leika tvö efstu lið úr hvorum riðli í kross, einn leik á heimavelli þess liðs sem sigrar hvorn riðil fyrir sig (skv. frétt á vefnum frá 8. okt. sl.). Þar mætast því KR-B og Víkingur-E annars vegar, og KR-C og KR-D hins vegar.

Staðan eftir leiki kvöldsins: 2. deild karla 2012-2013 staðan 14.2.2013

ÁMU

Aðrar fréttir