Styrkleikalisti fyrir 1. nóvember birtur
Styrkleikalisti fyrir 1. nóvember 2023 (kallaður eftir viku 44) hefur verið birtur á vefnum, með fyrirvara um réttar skráningar. Búið er að lesa inn öll úrslit úr mótum og deildarleikjum í október.
Frá því að bráðabirgðalistinn var birtur hefur byrjendaflokkur á Pepsi móti Víkings verið lesinn inn. Auk þess var breytt röð leikja í 1. deild karla 21. október í samræmi við þá röð sem var leikið eftir. Einnig höfðu nokkrir leikir á mótum sem ekki voru spilaðir slæðst með á listann.
Shahbaz Memon, BH, sem lék á BH mótinu 7. október var ekki lesinn inn á listann þar sem hann er ekki með íslenska kennitölu.
Í október gerðist það m.a. Benedikt Aron Jóhannsson, Víkingi, komst upp í 1. flokk í fyrsta skipti.
Til að skoða styrkleikalistann er valinn flipinn Styrkleikalisti efst á þessari síðu, og er þá hægt að skoða listann og fletta upp einstökum leikmönnum og þeim leikjum sem telja á listanum. Talan fjöldi móta, fyrir aftan hvern leikmann, telur ekki með leiki í deildarkeppninni.
Ef eitthvað er vitlaust skráð, vinsamlegast hafið samband við Ástu, [email protected].
Forsíðumynd tekin af fésbókarsíðu BTÍ.