Magnús Gauti og Sól sigruðu í meistaraflokki á KR Open
Magnús Gauti Úlfarsson, BH og Sól Kristínardóttir Mixa, BH, sigruðu í meistaraflokki elite á fyrri keppnisdegi KR Open, sem fram fer í Íþróttahúsi Hagaskóla 25.-26. nóvember.
Kristján Ágúst Ármann, BH var sigurvegari í flokki stelpna og stráka undir 14 ára og Michal May-Majewski, BR sigraði í flokki karla og kvenna 40 ára og eldri.
Úrslit úr einstökum flokkum:
Meistaraflokkur karla elite
-
- Magnús Gauti Úlfarsson, BH
- Óskar Agnarsson, HK
3.-4. Norbert Bedo, KR
3.-4. Pétur Gunnarsson, KR
Magnús Gauti lagði Óskar 3-1 (11-3, 11-7, 8-11, 11-6) í úrslitaleiknum og tapaði bara þessari einu lotu í flokknum.
Meistaraflokkur kvenna elite (sjá mynd á forsíðu)
- Sól Kristínardóttir Mixa, BH
- Aldís Rún Lárusdóttir, KR
- Helena Árnadóttir, KR
- Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR
Sól vann Aldísi 3-1 (11-13, 11-8, 11-6, 11-5).
Strákar og stelpur undir 14 ára
- Kristján Ágúst Ármann, BH
- Dawid May-Majewski, BR
3.-4. Aleksander Patryk Jurczak, BR
3.-4. Lúkas André Ólason, KR
Kristján lagði Dawid 3-1 (11-4, 11-7, 7-11, 11-6) í úrslitunum.
Karlar og konur 40 ára og eldri
- Michal May-Majewski, BR
- Piotr Herman, BR
- Ladislav Haluska, Víkingi
- Michal Sobczynski, BM
Michal May-Majewski vann Piotr 3-0 en vann Ladislav 11-8 í oddalotu í lokaleiknum.
Keppni verður haldið áfram kl. 10 sunnudaginn 26. nóvember.
Öll úrslit má finna á vef Tournament Software, KROpen_2023 | Tournamentsoftware.com .