Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Borðtennisbúðir í Eyjafirði

Útbreiðslustarf í borðtennisíþróttinni heldur áfram víða um land. Um helgina var komið að Norðurlandi þar sem haldnar voru borðtennisbúðir en þrjár æfingar voru í húsnæði Samherja í Hrafnagili við Eyjafjörð.

Alls tóku 12 krakkar þátt, flestir voru frá borðtennisdeild Akurs en einnig komu krakkar frá Ungmennafélaginu Samherjum. Þjálfarar voru Mattia Contu unglingalandsliðsþjálfari og Sigurður Eiríksson þjálfari Samherja. Það er alltaf gott að sjá efnilegt starf á landsbyggðinni og hlökkum við hjá BTÍ til að sjá meira af þessum flottu krökkum á næstu misserum.

 

 

Aðrar fréttir