Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Magnús Gauti leikur í 8 manna úrslitum á Finlandia Open

Magnús Gauti Úlfarsson komst í 8 manna úrslit í einliðaleik karla á Finlandia Open, sem fram fer í Helsinki í Finnlandi um helgina.

Keppni hófst í einliðaleik karla og kvenna 1. desember og leikið verður áfram um einstök sæti þann 2. desember.

Í 8 manna úrslitum mætir Magnús Benedek Olah, besta finnska leikmanninum og þeim leikmanni sem er raðað nr. 1 á mótinu. Leikurinn verður sýndur beint á netinu kl 9 2. desember (fer fram á borði 1).

Magnús Gauti vann fyrst Sam Khosravi frá Finnlandi 3-0, síðan Federico Giardi frá San Marínó 11-7 í oddalotu í 16 manna úrslitum.

Ingi Darvis Rodriguez tapaði 5-11 í oddalotu fyrir Miikka O’Connor frá Finnlandi í sínum fyrsta leik. Hann mætti svo Numa Ulrich frá Sviss í leik í taphlið töflunnar og tapaði 0-3.

Magnús Jóhann Hjartarson tapaði 1-3 í sínum fyrsta leik fyrir Lassi Lehtola frá Finnlandi, þar sem þrjár lotur fóru í framlengingu. Magnús lék svo í taphlið töflunnar gegn Lauri Hakaste frá Finnlandi og tapaði 2-11 í oddalotu.

Ingi Darvis og Magnús Jóhann halda áfram keppni um 25.-32. sæti í einliðaleik karla. Ingi Darvis mætir næst Maksim Vuhka frá Eistlandi og Magnús Jóhann leikur við Madis Moos frá Eistlandi.

Aldís Rún Lárusdóttir tapaði 0-3 í einliðaleik fyrir Aleksöndru Titievskaja frá Finnlandi. Hún mætti svo Ann-Christine Christensen frá Þýskalandi í tapmegin í töflunni og tapaði 0-3.

Sól Kristínardóttir Mixa tapaði sínum fyrsta leik í einliðaleik kvenna 0-3 fyrir Ann-Christine Christensen frá Þýskalandi. Tapmegin í töflunni lék hún við Aleksöndru Titievskaja frá Finnlandi og tapaði 1-3.

Sól lék einnig í u21 ára flokki kvenna en komst ekki upp úr riðlinum.

Aldís og Sól leika báðar um sæti 17-32 í kvennaflokki þann 2. desember. Í næsta leik mætir Aldís Emmu Vendelbo frá Danmörku en Sól Ramónu Betz frá Finnlandi.

 

Aðrar fréttir