Kristján Jónasson lék á sínu 40. Íslandsmóti um siðustu helgi
Í viðtali við Guðmund Stephensen eftir Íslandsmótið um síðustu helgi kom fram að Víkingurinn Kristján Jónasson lék á sínu 40. Íslandsmóti um síðustu helgi. Kristján varð Íslandsmeistari í einliðaleik árið 1992 og í tvíliðaleik með Bjarna Bjarnasyni árið 1994. Þá á Kristján að baki Íslandsmeistaratitla í 1. deild karla, 1. flokki karla og í öldungaflokkum.
Þá hefur Kristján oft glatt áhorfendur á borðtennismótum með flottum tilþrifum í leik sínum.
ÁMU