Magnús Gauti varð í 12. sæti á Finlandia Open
Íslensku keppendurnir luku keppni á Finlandia Open í Helsinki í dag. Magnús Gauti Úlfarsson lék í 8 manna úrslitum við stigahæsta leikmann mótsins, Benedek Olah frá Finnlandi, og tapaði 0-3. Olah leikur til úrslita á mótinu á morgun.
Eftir tapið gegn Olah lék Magnús við Dominykas Samuolis frá Danmörku og tapaði 0-3. Þá var það ljóst að hann myndi keppa um sæti 9-12. Fyrst spilaði Magnús við Johan Havsteen frá Danmörku og tapaði 0-3. Því næst mætti hann Lassi Lehtola frá Finnlandi í leik um 11. sætið og tapaði 1-3. Magnús Gauti hafnaði því í 12. sæti á mótinu.
Ingi Darvis Rodriguez og Magnús Jóhann Hjartarson léku um sæti 25-32. Ingi Darvis mætti fyrst Maksim Vuhka frá Eistlandi og vann hann 11-8 í oddalotu. Næst lék Ingi við Arttu Pihkala frá Finnlandi og lagði hann 3-1. Því næst átti Ingi að mæta Madis Moos frá Eistlandi í leik um 25. sæti en sá leikur var gefinn. Ingi varð því í 25. sæti.
Magnús Jóhann keppti við Madis Moos frá Eistlandi. Hann tapaði fyrstu tveimur lotunum en gaf þá þriðju og lék ekki meira á mótinu. Magnús hafnaði því í 32. sæti.
Aldís Rún Lárusdóttir og Sól Kristínardóttir Mixa kepptu um sæti 17-32 í kvennaflokki. Aldís mætti fyrst Emmu Vendelbo frá Danmörku og tapaði 1-3. Þá var komið að Aleksöndru Seppänen frá Finnlandi en hana vann Aldís 3-1. Hún spilaði því við Alisu Shinishin frá Finnlandi í leik um 21. sæti en tapaði 0-3 og varð í 22. sæti.
Sól keppti við Ramónu Betz frá Finnlandi og tapaði 0-3. Því næst við Alisu Shinishin frá Finnlandi og tapaði 0-3. Þá mætti hún Aleksöndru Seppänen frá Finnlandi í leik um 23. sæti en tapaði 1-3. Sól lauk því keppni í 24. sæti.
Alls var spilað um 40 sæti í einliðaleik karla og 24 í einliðaleik kvenna.
Forsíðumynd af hópnum frá hópnum.