Magnús Gauti og Nevena borðtennisfólk ársins
Kosningu um borðtennisfólk ársins í borðtennis lauk í gær 21. desember. Allir virkir leikmenn BTÍ sem eru 16 ára eða eldri höfðu kosningarétt auk stjórnar og varastjórnar BTÍ, landsliðsþjálfara og unglingalandsliðsþjálfara.
Hlutskörpust voru Magnús Gauti Úlfarsson og Nevena Tasic. Atkvæði í karlaflokki dreifðust helst á þrjá leikmenn en í kvennaflokki voru tveir leikmenn sem fengu langflest atkvæði.
BTÍ óskar Magnúsi Gauta og Nevenu innilega til hamingju með nafnbótina.