Víkingur-B vann Akur 1. deild karla
Víkingur-B og Akur mættust í 1. deild karla í TBR-húsinu í kvöld. Víkingar unnu öruggan 4-0 sigur og töpuðu ekki lotu í leiknum.
Þetta var síðasti leikur beggja liða í deildinni. Víkingur-B lýkur keppni með 12 stig en Akur fékk 2 stig.
Víkingur-B hafnar því í 3. sæti deildarinnar og mætir Víkingi-A í úrslitakeppninni. Í hinum undanúrslitunum mætast KR-A og Víkingur-C.
ÁMU