Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Jóhannes og Skúli tvöfaldir meistarar á fyrra degi Íslandsmóts unglinga í borðtenns

Íslandsmót unglinga í borðtennis fer fram um helgina í KR-heimilinu. Fyrri dagur keppni var í dag. Leikið var til úrslita í tvenndarkeppni og í einliðaleik í flokki drengja 16-18 ára og í flokkum 19-21 árs.

Skúli Gunnarsson og Jóhannes Bjarki Tómasson úr KR unnu tvo titla í dag. Skúli sigraði í einliðaleik drengja 16-18 ára annað árið í röð. Hann sigraði einnig í tvenndarkeppni 16-18 ára annað árið í röð með Bergrúnu Lindu Björgvinsdóttur úr Dímon.
Jóhannes vann í einliðaleik ungmenna drengja 19-21 árs og í tvenndarkeppni með Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur úr KR. Þetta var 3. árið í röð sem Auður Tinna sigraði í tvenndarkeppni 19-21 árs.
Eyrún Elíasdóttir úr Víkingi sigraði í einliðaleik ungmenna stúlkna 19-21 árs.
Í tvenndarkeppni 15 ára og yngri unnu Adrian Héðinsson Gonzalez og Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir úr HK annað árið í röð.

Í dag var leikið fram að undanúrslitum í einliðaleik í öðrum aldursflokkum en á morgun verður leikið til úrslita. Á morgun verður einnig leikið í tvíliðaleik. Keppni hefst kl. 10. Dagskránni lýkur með verðlaunaafhendingu í öllum flokkum að lokinni keppni. Áætlað er að verðlaunaafhending fari fram kl. 13.30-14.00.

Verðlaunahafar í einliðaleik drengja: Pétur Gunnarsson, Skúli Gunnarsson og Jóhann Emil Bjarnason. Mynd: Finnur Hrafn Jónsson.

ÁMU

Aðrar fréttir