Sex nýir landsdómarar á Suðurlandi
Í gær, fimmtudaginn 18. janúar, fór fram dómaranámskeið og landsdómarapróf á Laugalandi. Prófið var með erfiðara móti en samt sem áður tókst sex af átta þátttakendum að ná því og öðlast þar með landsdómararéttindi BTÍ. Nýju dómararnir eru allir úr Garpi, nema einn úr Ungmennafélagi Laugdæla.
Nýju dómararnir eru eftirfarandi:
Halldóra Ólafs
Weronika Grzegorczyk
Þorgeir Óli Eiríksson
Guðný Lilja Pálmadóttir
Lea Mábil Andradóttir
Sóldís Lilja Sveinbjörnsdóttir
Borðtennissambandið óskar nýju dómurunum til hamingju og góðs gengis í störfum sínum.