Víkingur sigraði í Bikarkeppni BTÍ
Bikarkeppni BTÍ var leikin í KR-heimilinu í dag, en síðast var leikið í keppninni árið 1995. Lið samanstendur af a.m.k. tveimur körlum og einni konu, sem öll eru í sama félagi. 8 lið tóku þátt í keppninni, 6 frá KR, eitt frá Dímon og eitt frá Víkingi.
Liðin eru dregin saman úr einum potti og í fyrstu umferð drógust tvö stigahæstu liðin saman. Víkingur (Daði Freyr Guðmundsson, Eva Jósteinsdóttir og Magnús K. Magnússon) lagði KR-KAD liðið (Aldís Rún Lárusdóttir, Davíð Jónsson og Kári Mímisson) 4-3 og réðust úrslitin ekki fyrr en í oddalotu í síðasta leiknum. Úrslit í fimm af sjö leikjum liðanna réðust í oddalotu.
Í úrslitum vann Víkingur öruggan 7-0 sigur á liðinu KR-Merðir (Einar Geirsson, Guðrún G. Björnsdóttir, Gunnar Snorri Ragnarsson og Kjartan Briem). KR-Einar (Breki Þórðarson, Eva Morgan Maurin og Tómas Ingi Shelton) og KR-Urbancic, skipað mæðginunum Ástu Urbancic, Jóhannesi Bjarka Tómassyni og Pétri Marteini Tómassyni höfnuðu í 3.-4. sæti.
ÁMU (uppfært 7.4.)
Bikarmeistarar Víkings 2013 (mynd: Finnur Hrafn Jónsson)