Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Eva og Ingi Darvis Íslandsmeistarar í tvenndarleik

Keppni hélt áfram á Íslandsmótinu 2024 laugardaginn 2. mars í Íþróttahúsinu Digranesi. Leikið var til úrslita í tvenndarleik og fram að undanúrslitum í öllum flokkum í einliðaleik.

Eva Jósteinsdóttir og Ingi Darvis Rodriguez, Víkingi, urðu Íslandsmeistarar í tvenndarleik. Þau lögðu Sól Kristínardóttur Mixa og Magnús Gauta Úlfarsson, BH 11-6 í oddalotu.
Guðrún G Björnsdóttir og Pétur Gunnarsson, Þóra Þórisdóttir og Ellert Kristján Georgsson, öll úr KR höfnuðu í 3.-4. sæti.

Eva og Ingi Darvis eiga bæði titla að baki í tvenndarleik en hafa ekki áður unnið Íslandsmeistaratitil saman. Ingi Darvis vann titilinn með Nevenu Tasic sl. þrjú ár en Eva vann síðast árið 2013 með Guðmundi Stephensen.

Sjá má öll úrslit úr leikjum dagsins á vef mótsins, sjá https://www.tournamentsoftware.com/tournament/CE605194-0478-443C-8E9D-E2D5B951D4A4

Sunnudaginn 3. mars verður leikið til úrslita í öðrum flokkum og hefst keppni kl. 10.
Fyrirhugað er að mótinu ljúki með verðlaunaafhendingu kl. 15.40, að loknum úrslitaleikjum í meistaraflokkum karla og kvenna.
Sjá má alla dagskrána í frétt frá 16.2.

Forsíðumynd af Evu og Inga Darvis fagna titlinum frá Ingimar Ingimarssyni.

Aðrar fréttir