Íslandsmót unglinga 2024 á Hvolsvelli
Íslandsmót unglinga í borðtennis fer fram í íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli helgina 16. – 17. mars 2024. Mótið er í umsjá Borðtennissambands Íslands. Leikið verður í tvenndarkeppni, tvíliðaleik drengja og stúlkna og í einliðaleik drengja og stúlkna.
Hér að neðan eru upplýsingar um dagskrá mótsins, keppnisfyrirkomulag, leikheimildir, skráningar, keppnisgjöld og drátt mótsins. Neðst eru svo upplýsingar um mótstjórn og hvert beina skuli fyrirspurnum.
Dagskrá laugardaginn 16. mars:
Tvenndarkeppni:
Kl. 11:00 Tvenndarkeppni 13 ára og yngri, fædd 2011 og síðar.
Kl. 11:00 Tvenndarkeppni 14-15 ára, fædd 2009-2010.
Kl. 14:30 Tvenndarkeppni 16-18 ára, fædd 2006-2008.
Einliðaleikur fram að undanúrslitum:
Kl. 11:00 Einliðaleikur hnokka 11 ára og yngri, fæddir 2013 og síðar.
Kl. 11:00 Einliðaleikur táta 11 ára og yngri, fæddar 2013 og síðar.
Kl. 12:00 Einliðaleikur pilta 12-13 ára, fæddir 2011-2012.
Kl. 12:00 Einliðaleikur telpna 12-13 ára, fæddar 2011-2012.
Kl. 13:00 Einliðaleikur sveina 14-15 ára, fæddir 2009-2010.
Kl. 13:00 Einliðaleikur meyja 14-15 ára, fæddar 2009-2010.
Kl. 14:00 Einliðaleikur drengja 16-18 ára, fæddir 2006-2008.
Kl. 14:00 Einliðaleikur stúlkna 16-18 ára, fæddar 2006-2008.
Kl. 17:00 Þjálfaranámskeið undir leiðsögn Mattia Contu, unglingalandsliðsþjálfara. Námskeiðið er opið öllum og tekur u.þ.b. 2 klst.
Dagskrá sunnudaginn 17. mars:
Tvíliðaleikur:
Kl. 10:00 Tvíliðaleikur pilta 13 ára og yngri, fæddir 2011 og síðar.
Kl. 10:00 Tvíliðaleikur telpna 13 ára og yngri, fæddar 2011 og síðar.
Kl. 10:00 Tvíliðaleikur sveina14-15 ára, fæddir 2009-2010.
Kl. 10:00 Tvíliðaleikur meyja 14-15 ára, fæddar 2009-2010.
Kl. 11:00 Tvíliðaleikur drengja 16-18 ára, fæddir 2006-2008.
Kl. 11:00 Tvíliðaleikur stúlkna 16-18 ára, fæddar 2006-2008.
Einliðaleikur – undanúrslit og úrslit:
Kl 12:30 Einliðaleikur hnokka 11 ára og yngri, fæddir 2013 og síðar.
Kl. 12:30 Einliðaleikur táta 11 ára og yngri, fæddar 2013 og síðar.
Kl. 13:00 Einliðaleikur pilta 12-13 ára, fæddir 2011-2012.
Kl. 13:00 Einliðaleikur telpna 12-13 ára, fæddar 2011-2012.
Kl. 13:00 Einliðaleikur sveina 14-15 ára, fæddir 2009-2010.
Kl. 13:00 Einliðaleikur meyja 14-15 ára, fæddar 2009-2010.
Kl. 13:30 Einliðaleikur drengja 16-18 ára, fæddir 2006-2008.
Kl. 14:00 Einliðaleikur stúlkna 16-18 ára, fæddar 2006-2008.
Keppnisfyrirkomulag:
Keppt verður í riðlum í einliðaleik og síðan leikið upp úr riðlum með einföldum útslætti. Í tvíliðaleik og tvenndarkeppni er leikið með einföldum útslætti skv. reglugerð um Íslandsmót.
Þrjár unnar lotur þarf til að vinna leik. Leikið verður með þriggja stjörnu kúlum. Farið verður eftir nýjasta styrkleikalista BTÍ við röðun í mótið. Verðlaun verða veitt fyrir fjögur efstu sætin í öllum flokkum.
Leikheimild:
Keppni á Íslandsmótinu í borðtennis er opin öllum íslenskum ríkisborgurum og þeim erlendu ríkisborgurum sem hafa átt búsetu og lögheimili á Íslandi í þrjú ár við upphaf móts
Þátttökugjöld og skráning:
Þátttökugjald er 2.500 kr í einliðaleik og 2.500 kr fyrir parið í tvíliðaleik og tvenndarkeppni (1.250 kr á mann).
Hægt er að greiða með millifærslu á reikning Borðtennissambands Íslands:
Kennitala: 581273-0109
Reikningsnúmer: 0334-26-050073
Afrit sendist á [email protected]
Vinsamlegast setjið kennitölu keppanda í skýringu
Skráning fer fram í gegnum skráningaform BTÍ sem má finna hér: https://docs.google.com/forms/d/1csnRXk2HBvNaDMnb7A9w2-uzz31L-rwGQOWhS2YRVeU/edit
Síðasti skráningardagur er miðvikudaginn 13. mars kl 20:00. Ef skráningaformið gengur ekki má einnig senda skráningar á [email protected]. Mikilvægt er að taka fram fullt nafn, kennitölu og segja skýrt frá þeim flokkum sem leikmaður vill taka þátt í, ásamt meðspilurum í tvíliða- og tvenndarleik.
Dregið í mótið
Dregið verður í mótið á miðvikudeginum 13.mars kl. 20:00.
Dómarar
Yfirdómari verður Jóhannes Bjarki Urbancic. Borðtennissamband Íslands auglýsir eftir landsdómurum til að dæma á mótinu.
Mótstjórn
Í mótstjórn sitja Jóhannes Bjarki Urbancic, Ragnhildur Guðmundsdóttir og Tómas Ingi Shelton.
Gistiaðstaða
Boðið er upp á gistingu í svefnpokaaðstöðu fyrir allt að 20 manns sem þess óska. Verðið er 1.500 kr. á mann og skulu skráningar sendast á [email protected]. Taka skal svefnpoka og dýnu með.
Öllum fyrirspurnum um mótið skal beint til [email protected] undir yfirskriftinni “Fyrirspurn”.