KR vann flesta Íslandsmeistaratitla félaga og Jóhannes, Kolfinna og Skúli unnu 5 titla hvert
Á keppnistímabilinu 2012-2013 var keppt um 46 Íslandsmeistaratitla.
KR vann flesta titla eða 17,5 talsins. Víkingur vann næstflesta titla eða 15. Önnur félög sem unnu til Íslandsmeistaratitla á árinu voru HK (8), Örninn (2,5), Dímon (1,5), BH (1) og Akur (0,5).
Flesta Íslandsmeistaratitla unnu Jóhannes Bjarki Tómasson úr KR, Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir, HK og Skúli Gunnarsson, KR, sem unnu 5 titla hvert. Þau unnu öll ferfalt í sínum unglingaflokki. Auk þess vann Kolfinna sigur í 1. flokki kvenna en Jóhannes og Skúli voru í sigurliði KR í 2. deild karla.
Eva Jósteinsdóttir úr Víkingi vann 4 Íslandsmeistaratitla á árinu, alla í meistaraflokki, og Tómas Ingi Shelton úr KR vann 3 titla.
KR fékk tæplega helming allra verðlauna á Íslandsmótum eða 69,5 verðlaun af 153 sem voru afhent. Víkingar komu næstir með 36 verðlaun.
Nánari upplýsingar um skiptingu og titla og verðlauna má sjá í meðfylgjandi skjali: Íslandsmeistaratitlar 2013
Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir
vann 5 Íslandsmeistaratitla 2013
(Mynd úr myndasafni)
Einnig hefur Íslandsmeistaratalið verið uppfært með meisturum ársins 2013. Talið er aðgengilegt til hægri á síðunni í dálknum Nýtt á bordtennis.is.
ÁMU