Eiríkur Logi íþróttamaður KR
Nýlega var Eiríkur Logi Gunnarsson borðtennismaður útnefndur íþróttamaður KR. Þetta er gríðarlegur heiður fyrir Eirík Loga og viðurkenning á hans góða árangri undanfarin ár. Óhætt er að segja að þetta sé jafnframt góð viðurkenning fyrir borðtennisíþróttina og greinilegt að KR-ingar fylgjast vel með árangri síns fólks í borðtennis.
Til hamingju Eiríkur Logi!
Myndin er af Eiríki Loga með verðlaunagrip sinn sem Íþróttamaður KR.