BM sigraði Víking-C í umspilsleik um sæti í 2. deild
Lið BM sigraði Víking-C í umspilsleik um sæti í 2. deild á næsta keppnistímabili. Leikurinn fór fram í TBR húsinu 28. maí og sigraði BM 3-2. Lið BM leikur því í 2. deild á næsta keppnistímabili en C-lið Víkings í 3. deild.
BM varð í 2. sæti í 3. deild á sínu fyrsta tímabili í deildinni en Víkingur-C varð í 5. sæti 2. deildar.
Leikmenn BM í leiknum voru Halldóra Ólafs, Mattia Contu og Michal Sobczynski en fyrir Víking-C léku Guðmundur Ragnar Guðmundsson, Sighvatur Karlsson og Stefán Birkisson.
Mynd úr myndasafni.