Alls kepptu 283 leikmenn á mótum keppnistímabilið 2012-2013
Alls tóku 283 leikmenn þátt í mótum á vegum
Borðtennissambands Íslands keppnistímabilið 2012-2013.
Þetta er einum leikmanni fleira en á síðasta keppnistímabili.
Á mótum vetrarins kepptu 201 karlar og 82 kona. Konum fjölgaði um 11 frá síðasta keppnistímabili en körlum fækkaði um 10.
Þessir 283 leikmenn komu frá 16 félögum, fjórum fleiri en árið áður. Við bættust keppendur frá Ungmennafélaginu Heklu og Ungmennafélagi Skeiðamanna. Þá sneru aftur til leiks keppendur frá Ungmennafélaginu Eyfellingi og Ösp.
Flestir kepptu fyrir KR, 77 leikmenn, 67 fyrir Dímon og 41 fyrir Víking.
Víkingarnir Guðmundur E. Stephensen og Lilja Rós Jóhannesdóttir eru stigahæsti karlinn og konan sem kepptu á keppnistímabilinu.
Jafnframt hefur styrkleikalistinn verið uppfærður fyrir 1. júní. Hann er óbreyttur frá 1. maí þar sem ekkert mót fór fram í maí.
Á myndinni til hægri má sjá Lilju Rós Jóhannesdóttur, stigahæstu borðtenniskonuna á keppnistímabilinu.
ÁMU (uppfært 16.6.)