Matthias Sandholt leikur á mótum í Sandefjord í Noregi
Matthias Þór Sandholt, sem er búsettur í Svíþjóð, leikur þessa dagana á WTT Youth Contender mótinu í Sandefjord í Noregi.
Í framhaldinu keppir Matthias svo í einliðaleik í drengjaflokki (junior) á Norður-Evrópumóti unglinga, sem fram fer í Sandefjord 14.-16. júní.
Matthias sigraði í opnum flokki á Klubbresornars klubbresa mótinu í Gautaborg um síðustu helgi.
Upplýsingar um mótin: https://bordtennis.no/arrangement/netu/
Mynd frá Antoni Sandholt.