Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Matthías vann tvo leiki í einliðaleik á EM unglinga

Keppni í liðakeppni hélt áfram á EM unglinga sunnudaginn 14. júlí.

Júníorlið drengja lék við Azerbaídjan í Q-riðli. Leiknum lauk með 2-3 tapi, en Matthías Þór Sandholt vann báða leiki sína 3-0. Alexander vann lotu í sínum einliðaleik. Liðið keppir við Grænland og Skotland þann 15. júlí.

Kadettlið meyja hóf keppni í O-riðli með leik gegn Búlgaríu. Hann tapaðist 0-3 en Helena vann lotu í einliðaleik. Liðið mætir Danmörku (öðru sinni á mótinu) og Noregi þann 15. júlí og loks Wales þann 16. júlí.

Kadettlið sveina keppti í O-riðli, fyrst gegn Bosníu Herzegóvínu. Sá leikur tapaðist 0-3 en Kristján tapaði sínum einliðaleik í oddalotu. Liðið mætti líka Litháen og aftur vann Kristján lotu í einliðaleik en leikurinn fór 0-3. Liðið hefur þá lokið keppni í O-riðli en ekki er ljóst hverjir næstu mótherjar íslensku sveinanna verða.

Sjá má keppendur Íslands í frétt frá 29. júní sl.

Hér má sjá leiki og úrslit á mótsinu: https://www.ettu.org/en/events/european-youth-championships/draws–amp–results/

Forsíðumynd af Matthíasi úr myndasafni.

Aðrar fréttir