Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit af Norður-Evrópumóti fullorðinna 2024

Karlalandsliðið í borðtennis náði ágætum árangri á Norður-Evrópumótinu 2024. Liðið varð í 8. sæti af 10 liðum eftir sannfærandi 3-0 sigur á Lettlandi 2 og naumt 3-2 tap fyrir Eistlandi í leiknum um 7. sætið.

Í einliðaleik komust Matthías Þór, Ingi og Magnús Gauti allir í 32-manna úrslit en duttu út þar. Matthías og Ingi unnu riðla sína taplaust og unnu þannig 3 af 4 einliðaleikjum hvor. Magnús Gauti var í 2. sæti í 4-manna riðli sínum og vann 3 leiki af 5.

22 lið kepptu í tvíliðaleik karla og þar náðist góður árangur. Bæði liðin komust í 8-liða úrslit en duttu út á móti liðunum sem fengu í framhaldinu gull og silfur í flokknum. Ingi og Magnús Gauti töpuðu sínum leik gegn gullliðinu 0-3. Matthías var nálægt því að komast á verðlaunapall en hann ásamt eistneska meðspilara sínum Andrei Maltizov tapaði 2-3 í undanúrslitum eftir að hafa verið 2-1 yfir. Matthías og Andrei höfðu aldrei spilað saman áður.

Peter Nilsson landsliðsþjálfari sagði um mótið að nokkrir mikilvægir sigrar hefðu unnist, sérstaklega í einliðaleik. Mikilvægt hefði verið fyrir leikmennina að sjá að þeir stæðu í leikmönnum sem væru aðeins betri en þeir.

Úrslit mótsins má sjá hér en Finnar höfðu yfirhöndina í karlaflokkum og Svíar í kvennaflokkum.

Ljósmyndir frá mótshaldara má finna hér, meðal annars nokkrar myndir af íslensku leikmönnunum þremur en þrjár þeirra má finna hér fyrir neðan. Forsíðumynd tók Auður Tinna Aðalbjarnardóttir.

Mótsvefurinn: tt.esit.lv

Magnús Gauti

Ingi Darvis

Matthías Þór

Aðrar fréttir