Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Vel heppnað borðtennisfjör fyrir stelpur

Um 20 stelpur á ýmsum aldri mættu á borðtennisfjör fyrir stelpur, sem var haldið í Íþróttahúsi Hagaskóla laugardaginn 7. september. Samkoman var í umsjón Aldísar Rúnar Lárusdóttur og Guðrúnar G Björnsdóttur og var hluti af átaki BTÍ til að fjölga stelpum í íþróttinni.

Sumar stelpurnar voru þegar að æfa borðtennis í Reykjavík og á Suðurlandi en aðrar voru að kynnast íþróttinni.

Byrjendum voru kennd grunnatriðin í íþróttinni og svo var farið í ýmsa leiki, t.d. hringborðtennis, blásuborðtennis, tvíliðaleik, að fiska og gerðar kúluæfingar. Í lokin var svo boðið upp á ís.

Myndir frá Guðrúnu G Björnsdóttur og Ástu M. Urbancic.

Aðrar fréttir