Breki og Kolfinna á mót í Danmörku

Breki Þórðarson úr KR og Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir úr HK héldu í morgun til Danmerkur, þar sem þau taka þótt í borðtenniskeppni á norrænu barna- og unglingamóti fyrir fatlaða. Breki og Kolfinna, sem bæði eru einhent, eru nýkomin frá Tékklandi, þar sem íslenska unglingalandsliðið keppti á EM unglinga í borðtennis. Það er því skammt stórra högga á milli hjá þessum ungu og efnilegu leikmönnum.