Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit úr Upp & niðurmóti aldursflokkamóti BH 5. október

BH hélt sitt sígilda „Upp & niðurmót“ um síðustu helgi þar sem leikið var í styrkleikaskiptum deildum fyrir 19 ára og yngri. Alls tóku 33 leikmenn þátt á mótinu og voru 102 leikir leiknir. Mótið fór vel fram og allir leikmenn unnu lotur á mótinu.

Þátttakendur komu úr sjö félögum: BH, BR, Garpi, HK, KR, Leikni og Víkingi. Leiknir fékk sín fyrstu borðtennisverðlaun í borðtennis á mótinu en leikmaður Leiknis fékk brons í H-deild.

Borðtennisdeild BH þakkar þátttakendum fyrir skemmtilegt mót.

Úrslit úr öllum leikjum á mótinu má sjá á vef Tournament Software, https://www.tournamentsoftware.com/tournament/64B93A5B-7EB8-4DAC-A510-0F476B41B83B

Frétt frá BH og myndir frá Ingimar Ingimarssyni og Bæring Guðmundssyni.

Aðrar fréttir