Styrkleikalisti 1. október hefur verið keyrður upp aftur
Styrkleikalisti fyrir 1. október 2024 (kallaður eftir viku 41) hefur verið keyrður aftur upp. Frá því að bráðabirgðalistinn var birtur þann 4. október hefur kennitala verið sett á Roberto Heurich, Víkingi, og er hann metinn inn á listann með 1650 stig.
Ekki fannst kennitala fyrir Alexander Fransson Klerck, Víkingi og Deniz Riedle, Víkingi og því fara þeir ekki inn á listann að svo stöddu.
Til að skoða styrkleikalistann er valinn flipinn Styrkleikalisti efst á þessari síðu, og er þá hægt að skoða listann og fletta upp einstökum leikmönnum og þeim leikjum sem telja á listanum. Talan fjöldi móta, fyrir aftan hvern leikmann, telur ekki með leiki í deildakeppninni.
Ef eitthvað er vitlaust skráð, vinsamlegast hafið samband við Ástu, [email protected].
Forsíðumynd tekin af fésbókarsíðu BTÍ.