Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Mikill fjöldi á unglingamóti Butterfly og HK

Alls tóku 54 leikmenn frá 7 félögum þátt í unglingamóti Butterfly og HK sem fór fram í Snælandsskóla laugardaginn 12. október. Mótið er hluti af unglingamótaröð með þremur mótum í vetur. PingPong.is veitir vegleg verðlaun í mótinu.

Mikil þátttaka var í yngstu aldursflokkunum en alls voru 19 drengir skráðir í flokki 11 ára drengja og 17 drengir skráðir í flokki 12-13 ára. Sjö stelpur voru skráðar í flokki 14-15 ára stúlkna.

Það var auðséð að margir keppendur hafa tekið miklum framförum síðustu misseri og margir efnilegir leikmenn að stíga upp sem verður spennandi að fylgjast með á næstu árum. Mótið þótti vel heppnað og góð stemning meðal og leikmanna og áhorfenda sem fjölmenntu.

Keppendur komu úr BH, BR, Garpi, HK, KR, Leikni og Víkingi.

Úrslit voru eftirfarandi í einstaka flokkum. Öll úrslit eru aðgengileg á Tournament Software.

U11 KK
Brynjar Gylfi Malmquist HK
Benjamín Bjarki Magnússon BH
Guðmundur Ólafur Bæringsson Garpur
Pétur Steinn Stephensen Víkingur

U11 Kvk
Guðbjörg Stella Pálmadóttir Garpur
Anna María Ármann BH
Klara Lind Hreiðarsdóttir BH

12-13 KK
Lúkas André Ólason KR
Dawid May-Majewski BH
Benedikt Darri Malmquist HK
Sindri Þór Rúnarsson HK

14-15 KK
Kristján Ágúst Ármann BH
Heiðar Leó Sölvason BH
Krystian May-Majewski BR
Ibrahim Hossam Al-Masry BR

14-15 KVK
Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir KR
Helena Árnadóttir KR
Emma Niznianska BR
Weronika Grzegorczyk Garpur

16-18 KK
Benedikt Aron Jóhannesson Víkingur
Anton Óskar Ólafsson Garpur
Hergill Friðriksson BH

Myndir voru teknar af Bjarna Þorgeiri Bjarnasyni.

 

 

Aðrar fréttir