Stórmót HK og Stiga 2024 – opinn flokkur karla og kvenna
Hið árlega Stórmót HK og Stiga verður haldið í Íþróttahúsinu Snælandsskóla 9. nóvember kl. 10.
Keppt er í opnum flokkum karla annars vegar og kvenna hins vegar.
Þátttökugjald 2.000 kr. Greiðist á staðnum eða með millifærslu á reikning HK 0536-26-005337 kt. 630981-0269 Skráningar skal senda á netfangið [email protected] fyrir kl. 20 fimmtudaginn 7. nóvember.
Dregið verður í íþróttahúsinu í Snælandsskóla kl. 18 föstudaginn 8. nóvember
Leikið verður í riðlum 3-5 lotur og fara 2 efstu upp úr riðli. Eftir riðlakeppnina verður einfaldur útsláttur 4-7 lotur þar til úrslit fást. 4 efstu á styrkleikalista verða dregnir beint í töflu.
Veitt verða verðlaun fyrir 4 efstu sætin í hvorum flokki og pingpong.is umboðsaðili STIGA gefur vegleg verðlaun Leikið verður með STIGA 3ja stjörnu kúlum
Mótsstjórn skipa Óskar Agnarsson, Reynir Georgsson og Örn Þórðarson
Yfirdómari er Bjarni Bjarnason
Stórmót HK og STIGA 2024 (pdf)
Myndin er tekin af sigurvegurum í kvennaflokki frá Stórmóti HK árið 2022.