Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Borðtenniskennsla í boði á íþróttabraut í FB

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti býður í ár í fyrsta sinn upp á borðtenniskennslu sem valgrein á íþróttabraut. 17 nemendur eru í áfanganum og er Eyrún Elíasdóttir, þjálfari Borðtennisdeildar Leiknis í næsta nágrenni, þjálfarinn í tímunum.

Fjölbrautarskólinn keypti tvö borð, borðtennisdeild HK lánaði tvö og Borðtennissamband Íslands einnig tvö. Æft er í íþróttahúsi Austurbergs, tvisvar í viku um þessar mundir.

Æfingar hafa gengið vel samkvæmt Svövu Ýr Baldvinsdóttur, sem er einn af íþróttakennurum FB og sér um áfangann. Hún tók myndirnar sem fylgja fréttinni.

Vonandi eykur þetta góða verkefni borðtennisáhugann í Breiðholti og jafnvel þannig að við sjáum þátttakendur á mótum eða æfingum.

Aðrar fréttir