Víkingur-A ósigraðir í 1. deild karla eftir sex umferðir
A-lið Víkings er enn ósigrað eftir sex umferðir í 1. deild karla, en 5. og 6. umferð voru leiknar í Íþróttahúsi Hagaskóla laugardaginn 23. nóvember.
Víkingur-A hefur 12 stig en BH-A fylgir fast á eftir með 10 stig. KR-A er í 3. sæti með 6 stig, HK-A hefur 4 stig, BH-B 3 stig og Víkingur-B rekur lestina með 1 stig.
Næst verður leikið í deildinni 11. janúar en þá fara fram leikir í 7. og 8. umferð.
Úrslit úr leikjum í 1. deild karla 23. nóvember:
Víkingur-A – KR-A 6-2
HK-A – BH-A 0-6
Víkingur-B – BH-B 4-6
Víkingur-B – Víkingur-A 0-6
HK-A – KR-A 1-6
BH-B – BH-A 0-6