Æfingar fyrir fullorðna í borðtennisdeild BH í Hafnarfirði
I vetur hefjast æfingar fyrir fullorðna í borðtennisdeild BH. Æfingar hafa til þessa verið fyrir börn en æfingar þeirra eru nú 9 sinnum í viku, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Æfingar fyrir fullorðna verða fyrst um sinn milli kl. 19.00-21.00 á miðvikudögum og milli kl. 12.00-14.00 á laugardögum.