Umsóknarfrestur til 7. desember í styrktarsjóð BTÍ
Umsóknarfrestur til að sækja um styrk í styrktarsjóð BTÍ rennur út næstkomandi laugardag 7. desember. Tímabil sem hægt er að sækja um styrk fyrir er keppnistímabilið 1.9.2024 – 31.8.2025.
Reglugerðin hefur verið uppfærð lítillega varðandi dagsetningar og skýrsluskil. Einnig verður hægt að sækja um styrki vegna þátttöku erlendra leikmanna í mótum.
Markmið styrkveitinga á vegum BTÍ er að styrkja afreksfólk í borðtennis og borðtennisíþróttina á Íslandi.
Við hvetjum áhugasama til þess að senda inn umsóknir á [email protected].
Nánar um styrktarsjóðinn og umsóknir má sjá í reglugerð.
Uppfært 4.12.2024