Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Landsliðsmenn leika á Finlandia Open í Helsinki

Nokkrir íslenskir leikmenn leika á Finlandia Open í Helsinki 5.-8. desember 2024. Peter Nilsson, landsliðsþjálfari valdi eftirfarandi leikmenn til keppni:

Ingi Darvis Rodriguez, Víkingi
Magnús Gauti Úlfarsson, BH
Matthias Þór Sandholt, BH
Sól Kristínardóttir Mixa, BH

Vegna jólaprófa gat Sól því miður ekki gefið kost á sér til keppninnar.

Nokkrir leikmenn úr landsliðsæfingahópnum til viðbótar munu leika á Finlandia Open á eigin vegum og var það gert í samráði við landsliðsþjálfara. Þetta eru þeir Birgir Ívarsson, BH, Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi og Þorbergur Freyr Pálmarsson, BH.

Keppni hófst í -21 árs flokki 5. desember og þeir Matthías og Þorbergur tóku þátt í flokknum. Matthías vann sinn riðil, og lagði bæði leikmann frá Danmörku og Eistlandi. Hann komst því í 32 manna útsláttarkeppni en féll úr leik fyrir Finnanum Lassi Lehtola.
Þorbergur tapaði sínum leikjum í riðlinum, 0-3 gegn leikmanni frá Danmörku og 1-3 gegn leikmanni frá Litháen en sá vann riðilinn.

Íslensku leikmennirnir leika allir í einliðaleik karla og hefst keppni 6. desember. Hægt er að sjá dráttinn á heimasíðu mótsins.

Heimasíða mótsins: https://www.sptl.fi/sptl_uudet/?p=52414

Forsíðumynd úr myndasafni BTÍ.

Aðrar fréttir