Halldóra og Þorbergur sigruðu í elite flokki á Hjálmarsmóti KR
Halldóra Ólafs, Selfossi, og Þorbergur Freyr Pálmarsson, BH, sigruðu í elite flokki kvenna og karla á Hjálmarsmóti KR, sem fram fór í Íþróttahúsi Hagaskóla helgina 15.-16. febrúar. Sigur þeirra kom nokkuð á óvart þar sem hvorugu þeirra var raðað sem stigahæsta leikmanninum í flokknum.
Á Hjálmarsmótinu var bæði keppt í aldursflokkum og styrkleikaflokkum, auk þess sem keppt var í „big table“ tvíliðaleik.
Verðlaunahafar:
Meistaraflokkur karla elite
1. Þorbergur Freyr Pálmarsson, BH
2. Pétur Gunnarsson, KR
3. – 4. Ellert Kristján Georgsson, KR
3. – 4. Norbert Bedö, KR
Þorbergi var ekki raðað á mótinu en hann lagði Pétur 3-1 í úrslitum eftir að hafa slegið Norbert úr í undanúrslitum 3-2. Hann vann Ellert í riðlinum, en hann var stigahæsti leikmaðurinn á mótinu, og vann því þrjá stigahæstu leikmennina.

Meistaraflokkur kvenna elite
1. Halldóra Ólafs, Selfoss
2. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR
3. Sól Kristínardóttir Mixa, BH
4. Guðrún Gestsdóttir, KR
Halldóra, Guðbjörg Vala og Sól fengu allar jafnmarga vinninga en Halldóra hafði besta hlutfall unninna og tapaðra lota af þeim þremur eftir 3-0 sigur á Sól og sigraði því í flokknum.

Opinn Flokkur B (undir 2000 stigum)
1. Benedikt Aron Jóhannsson, Víkingur
2. Darian Adam Róbertsson Kinghorn, HK
3. – 4. Luca De Gennaro Aquino, KR
3. – 4. Lúkas André Ólason, KR

Opinn Flokkur C (undir 1500 stigum)
1. Benedikt Darri Malmquist, HK
2. Piotr Herman, BR
3. – 4. Magnús Birgir Kristinsson, Víkingur
3. – 4. Sigurjón Ólafsson, HK

Stelpur og strákar u12 ára
1. Brynjar Gylfi Malmquist, HK
2. Guðmundur Ólafur Bæringsson, Garpur
3. – 4. Bragi Páll Hauksson, KR
3. – 4. Úlfur Guðnason, UMF Laugdælir

Stelpur og strákar u15 ára
1. Dawid May-Majewski, BH
2. Almar Elí Ólafsson, Selfoss
3. – 4. Ari Jökull Jóhannesson, Leiknir
3. – 4. Marta Dögg Stefánsdóttir, KR

Karlar og konur 40 ára og eldri
1. Piotr Herman, BR
2. Stefán Orlandi, Selfoss
3. – 4. Hannes Guðrúnarson, KR
3. – 4. Viliam Marcinik, KR

Big table tvíliðaleikur
1. Anton Óskar Ólafsson/Benedikt Aron Jóhannsson, Garpur/Víkingur
2. Gestur Gunnarsson/Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR
3. – 4. Ellert Kristján Georgsson/Luca de Gennaro Aquino, KR
3. – 4. Karl A. Claesson/Magnús Thor Holloway, KR
Úrslit úr öllum leikjum á mótinu verða birt á vef Tournament Software fljótlega.
Myndr frá Borðtennisdeild KR.


