Styrkleikalisti fyrir 1. mars hefur verið keyrður upp aftur
Styrkleikalisti fyrir 1. mars hefur verið keyrður upp aftur, þar sem vitlaus leikmaður Selfoss var skráður keppandi í tveimur deildarleikjum í 3. deild þann 9. febrúar sl.
Við uppfærslu styrkleikalistans 1. mars, fyrr í vikunni, láðist að geta þess að Benedikt Aron Jóhannsson, Víkingi, hefur unnið sig upp í meistaraflokk í fyrsta skipti.
Forsíðumynd af Benedikt frá Finni Hrafni Jónssyni.