Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

A-lið BH efst í 1. deild karla eftir fjórða leikdag

Fjórði leikdagur í 1. deild karla var laugardaginn 14. janúar í TBR-húsinu en þá fóru fram leikir í 7. og 8. umferð deildarinnar.
Að loknum 8 umferðum er BH-A í efsta sæti deildarinnar með 15 stig. KR-A er í 2. sæti með 14 stig og BH-B er í 3. sæti með 8 stig. Víkingur-A er með 7 stig og HK-A hefur 4 stig. Víkingur-B er á botninum án stiga.

Hvort það verður BH-A eða KR-A sem hampar deildarmeistaratitlinum ræðst því í lokaumferðunum, sem verða leiknar þann 11. febrúar. Þá mætast einmitt þessi lið.

Úrslit úr leikjum í 7. og 8. umferð:
Vikingur A – KR A 5-5
BH B – Víkingur B 6-4
BH A- HK A 6-1
HK A – Víkingur A 2-6
KR A – BH B 6-0
Víkingur B – BH A 1-6

Aðrar fréttir