A-lið KR sigraði Víking í fyrstu viðureigninni í úrslitum Raflandsdeildar kvenna
A-lið KR tók á móti Víkingsstúlkum í Íþróttahúsi Hagaskóla mánudaginn 19. mars í fyrstu viðureigninni í úrslitum í Raflandsdeild kvenna. KR-konur sigruðu örugglega 3-0.
Aldís Rún Lárusdóttir mætti Þórunni Ástu Árnadóttur í fyrsta leiknum og vann 3-0. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir lék því næst við Stellu Karen Kristjánsdóttur og vann einnig 3-0 sigur. Aldís og Ásta Urbancic lögðu svo Þórunni og Agnesi Brynjarsdóttur 3-0 í tvíliðaleiknum.
Úrslit úr einstökum leikjum
KR-A – Víkingur 3-0
Aldís Rún Lárusdóttir – Þórunn Ásta Árnadóttir 3-0 (11-7, 11-8, 11-6) 1-0
Auður Tinna Aðalbjarnardóttir – Stella Karen Kristjánsdóttir 3-0 (11-9, 11-7, 11-7) 2-0
Aldís/Ásta Urbancic – Þórunn/Agnes Brynjarsdóttir 3-0 (11-7, 11-8, 11-5) 3-0
Önnur viðureignin verður í TBR húsinu við Gnoðarvog miðvikudaginn 21. mars og hefst hún kl. 19.
Oddaviðureign, ef þörf krefur, verður í Íþróttahúsi Hagaskóla föstudaginn 23. mars.
Það lið verður Íslandsmeistari, sem fyrr vinnur tvær viðureignir.
Á forsíðumyndinni má sjá Auði og Þórunni á RIG 2017.
ÁMU